Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Sjálfstæðismenn súrir vegna gatnamóta: „Einhverjar mestu umferðartafir í gatnakerfi borgarinnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni eru flestir mjög ósáttir við framgöngu meirihlutans þegar kemur að gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar en telja þeir að mikilvægt sé framkvæmdum þar verði flýtt til að bæta umferðaröryggi. Lagði flokkurinn fram tillögu um málið á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur þann 25. september en henni var vísað frá af meirihlutanum.

Tillagan Sjálfstæðisflokksins var svohljóðandi:

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkir að skipulagsvinnu og öðrum undirbúningi við endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar verði hraðað í því skyni að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun. Með flýtingunni verði stefnt að því að framkvæmdum verði lokið við gatnamótin árið 2026 í stað 2030 eins og nú er miðað við.

Harma málið

 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram um afgreiðsluna og létu í ljós óánægju sína.

„Við hörmum að meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar skuli vísa frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um að hraða undirbúningi við endurgerð gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í því skyni að auka umferðaröryggi, bæta umferðarflæði og draga úr mengun. Vel væri hægt að flýta hönnun gatnamótanna og ljúka framkvæmdum við þær árið 2026 í stað 2030 eins og nú er miðað við. Frávísunin er greinilega í samræmi við þá stefnu meirihlutans að tefja fyrir samgöngubótum í borginni eins og kostur er og koma jafnvel í veg fyrir þær.“

- Auglýsing -

„Einhverjar mestu umferðartafir í gatnakerfi borgarinnar myndast við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Ljóst er að úrbætur á gatnamótunum myndu stórbæta umferðarflæði og auka umferðaröryggi og yrðu því mjög arðsamar,“ sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, við Mannlíf um ástandið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -