Sjö einstaklingar sækjast eftir því að fá embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en starf var auglýst til umsóknar 9. apríl og rann sá umsóknarfrestur út 30. apríl en Gunnar Jakobsson, fyrrverandi varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika, óskaði eftir því að fá að hætta og var Arnór Sighvatsson settur í embættið tímabundið.
Hægt er að sjá lista umsækjanda hér fyrir neðan:
Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður
Eggert Þröstur Þórarinsson, aðstoðarframkvæmdastjóri
Gísli Óttarsson, framkvæmdastjóri
Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi
Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri
Lúðvík Elíasson, forstöðumaður
Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri