Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Sjómannslífið heillar Helga Seljan fréttamann: „Ég var oft kallaður Gísli Marteinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgi Seljan fréttamaður er frá Reyðarfirði. Sjórinn heillar og hefur hann af og til í gegnum árin farið í túra. Hvað dregur hann á sjóinn?

Síðustu ár hef ég svo skotist í einn og einn túr á bolfiskstogara frá Fáskrúðsfirði

„Að einhverju leyti til er þetta einhvers konar nostalgía og karlagrobb. En á tímabili var þetta þannig að ég vildi ná mér mér í aukatekjur eftir hrun; ég var, eins og aðrir, skítblankur en ég átti blessunarlega lítið þegar kom að hruninu þannig að ég tapaði minna. Ég sá að ég þyrfti meira og þess vegna fór ég á sjó og var svo heppinn að ég fór á síldartúr 2008, rétt fyrir hrun, sem breyttist í markíltúr í miðjum túr, sem varð eitt risastórt ævintýri og ég var á makríl þarna í eina, tvær, þrjár og upp í sex vikur á sumrin þar á eftir, sem var ævintýralegur tími. Síðustu ár hef ég svo skotist í einn og einn túr á bolfiskstogara frá Fáskrúðsfirði, Ljósafelli. Þetta er allt annað andrúmsloft. Í fyrsta lagi þarf maður eins og alls staðar annars staðar að skila sínu en maður er líka með tiltölulega afmarkaðan ramma utan um það sem maður er að gera; maður er að vinna á vöktum og ef það er fiskur þá er vinna. Ef það er veiði þá er vinna. Ef það er ekki veiði þá er annaðhvort ekki vinna eða minni vinna. Maður gengur inn í mjög skýrt afmarkaðan ramma. Þetta eru smáátök sem ég held að ég hafi stundum gott af og svo hef ég bara gott af því að láta einhvern öskra á mig í smástund, þótt það sé ekkert rosalega mikið. Þú getur ímyndað þér hvort menn hafi ekki gaman af því að fíflast aðeins í mér; ég var oft kallaður Gísli Marteinn,“ segir Helgi og bætir svo við að hann verði að gjöra svo vel að taka þessum skotum skipsfélaga sinna. „Einhvern tímann hefur sigið aðeins í mig yfir því, en ég hef alveg húmor fyrir því. Mér finnst það mjög fyndið. Ég hef verið kallaður ýmsum nöfnum; „litla kastljósið okkar“ og eitthvað svona. Mér finnst þetta vera mjög skemmtilegt.“

Sjórinn lokkar og laðar

„Ég hef alltaf verið með það í hausnum og ekki vitað hvort það gengi eftir, en ef ég myndi einn daginn hætta þessu, sem ég hef oft hugsað um, þá væri ég alveg til í að fara á sjóinn aftur. Ég kann mjög vel við mig þar. Það er ekkert mjög fjölskylduvænt; ég er með þrjú börn. Fjölskyldu. En þegar ég tala um þetta núna; ég segi ekki að það komi hressileg harmónikutónlist undir en ég sakna þess að fara ekki reglulega og það er svo margt við þetta sem ég hef áhuga á.“

 

Viðtalið við Helga Seljan má nálgast í nýjasta helgarblaði Mannlífs. Einnig má horfa á viðtalið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -