- Auglýsing -
Útsendingakerfi sjónvarps liggur niðri hjá Ríkisútvarpinu vegna vatnsleka.
Fyrir hálftíma birti Rúv frétt um vatnsleka í húsnæði Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Þar kemur fram að vatnslekinn hafi valdið því að rafmagn sló út í hluta línumiðstöðvar sem sendir út sjónvarpsútsendingar Ríkisútvarpsins. Mikið hefur rignt á Höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn en vatn lekur úr lofti og inn í einhver tæki. Unnið er að því að stöðva lekann og er hafin frekari greinin á áhrifum hans.