Halldór Benóný Nellett gagnrýnir fréttamat sjónvarpsstöðva á Íslandi, fyrir að fjalla ekki um alvarlegt sjóslys við Færeyjar, sem varð í gær en tveggja er enn saknað.
Sjá einnig: Beið í sjónum í þrjá tíma án hlífðarklæða – Tveggja úr áhöfn Kambs enn leitað
Fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, Halldór Benóný Nellett skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann gagnrýnir harðlega fréttamat sjónvarpsstöðvanna hér á landi, fyrir að sýna frekar frá mótmælum nemenda Hagaskóla, en að fjalla um alvarlegt sjóslys við Færeyjar sem varð í gær en þar eru tveir taldir af. „Við íslendingar gátum vitanlega ekki sjálfir aðstoðað við leit vegna þess að hin öfluga eftirlitsflugvél okkar TF-SIF er alltaf í Miðjarðarhafi vegna blankheita.“
Minnir Halldór Benóný að lokum á að Færeyingar hafi „alltaf stutt okkur í öllum okkar áföllum, nú síðast vegna Grindavíkur.“
Færsluna má lesa hér í heild sinni:
„Það er eitthvað mikið að hér á landi með fréttamat sjónvarpsstöðvanna.