Fimmtudagur 20. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Sjúkraflug til Reykjavíkur stóð tæpt í gær – 389 í bráðri hættu flogið á hverju ári

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjúkraflug til Reykjavíkur hafa verið að meðaltali 560 á ári síðustu fimm ár. Í gær stóð tæpt að sjúkraflugvél í forgangi gæti lent á Reykjavíkurflugvelli.

Fram kemur í frétt RÚV að í gær hafi staðið tæpt að sjúkraflugvél á leið til Reykjavíkur þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær. Á Reykjavíkurflugvelli hafa óhagstæð veðurskilyrði verið síðustu daga og er spáð áfram.

Vegna trjágróðurs í Öskjuhlíðinni er austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar enn lokað og því aðeins hægt að nota norður-suður brautina. Síðustu daga hefur stíf austanátt og rigning verið á Reykjavíkurflugvelli sem getur gert lendingarskilyrði fyrir sjúkraflug strembnari. Á morgun er áframhaldandi austanátt spáð í Reykjavík.

Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem sér um sjúkraflug, Tómas Dagur Helgason, segir í samtali við RÚV að þrátt fyrir skilyrðin undanfarinn sólarhring, hafi alltaf tekist að lenda á Reykjavíkurvelli.

„En það stóð tæpt í gær í einu fluginu sem var tímaháð forgangsflug. Vandamálið sem er búið að vera eins og í gær, það rigndi mikið með vindinum og bremsuskilyrðin fóru niður, sem gerir það að verkum að það þolir minni hliðarvind. En þetta hékk innan marka.“

Í dag er flugveðurspáin nokkuð góð en á morgun versnar hún svo aftur.

- Auglýsing -

„Við erum með sérstakar spár frá Veðurstofunni varðandi hliðarvindinn á þessari braut sem er að hjálpa okkur gríðarlega mikið í að meta ástandið, hvað er framundan. Vindurinn virðist eiga að fara upp aftur á morgun og er verstur upp úr hádeginu, þá verða þessar krítísku aðstæður aftur.“

560 sjúkraflug á ári

Samkvæmt upplýsingum sem Mannlíf aflaði sér frá Landspítalanum hafa að meðaltali 560 sjúkraflug til Reykjavíkur verið farin á síðustu fimm árum. Heildarflug sjúkrafluga í flokki F1, hafa verið að meðaltali 179 á ári síðustu fimm ár. Þá hafa heildarfjöldi sjúkrafluga í flokki F2 verið að meðaltali 210 á ári síðustu fimm ár. Samanlagt gerir það 389 sjúkraflug í flokki F1 og F2. Þá kemur fram í svari Landspítalans að meirihluti sjúkraflugs í F1 og F2 forgangi sé til Reykjavíkur.

- Auglýsing -

Forgangur F1 er þegar um er að ræða lífsógn eða bráðatilvik sjúklings, F2 er þegar um er að ræða mögulega lífsógn eða bráðatilvik sjúklings, en ekki eins alvarlegt og samkvæmt F1.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -