Kennarar samþykktu skæruverkfall í átta skólum en atkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag.
Samkvæmt RÚV var verkfall samþykkt í öllum skólunum. Þeir leikskólar sem um er að ræða eru leikskólarnir Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki, grunnskólarnir eru Áslandsskóli í Hafnarfirði, Laugalækjaskóli í Reykjavík og Lundarskóli á Akureyri. Þá var einnig samþykkt boðun um verkfall í Fjölbrautaskóla Suðurlands í Árborg.
Atkvæðagreiðsla er gangi í níunda skólanum, sem er tónlistarskóli, en atkvæðagreiðsla hófst degi á eftir hinum.
Ekki liggur enn fyrir hversu hátt hlutfall kennara kaus með verkfallinu.