Tilkynning barst frá veitingastað í miðborginni í gær vegna óðs og ölvaðs einstaklings. Viðkomandi hafi gengið berserksgang og skallað rúðu. Þá þvertók hann fyrir að yfirgefa staðinn. Var hann handtekinn af lögreglu og fær að bíða sam- og tiltals uns runnið hefur af honum.
Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var framin stórfelld líkamsáras og frelsissvipting í Árbænum. Lögreglan handtók einn vegna málsins og er viðkomandi vistaður í fangagleymslu í þágu rannsóknar.
Á sjöunda tímanum í gærkveldi var greint frá hnífsstungu í sumarhúsi í nágrenni við Nesjavallaleið, nærri Hólmsheiði. Einn var handtekinn. Hinn særði er ekki talinn í lífshættu. Ekki er vitað hvort málið sé hið sama og greint er frá hér að ofan.