Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Skammdegisslysin í borginni – Keyrt á hjólandi og gangandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Banaslysin sem orðið hafa á höfuðborgarsvæðinu í ár urðu öll snemma morguns.

Í janúar hlaut 65 ára gamall maður alvarlega höfuðáverka eftir fall á reiðhjóli í Breiðholti, hann lést á sjúkrahúsi degi síðar. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlátið megi rekja til þess að maðurinn var ekki með hjálm.

Þann 17. febrúar lést karlmaður á áttræðisaldri eftir að hafa orðið fyrir bíl á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ. Rannsókn þess slyss er langt á veg komin, en enn ólokið.

10. nóvember lést maður á rafhlaupahjóli. Hann og ökumaður vespu skullu saman á illa upplýstum hjólastíg við Sæbraut. Að morgni 25. nóvember ók svo strætisvagn á gangandi konu á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs með þeim afleiðingum að konan lést. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar tildrög þessara slys, niðurstöðu er að vænta í vor.

Frá því í byrjun september hafa fjölmiðlar greint frá að minnsta kosti 13 slysum til viðbótar þar sem ekið hefur verið á gangandi fólk, fólk á hjóli eða rafhlaupahjóli, börn eða fullorðna.

Mynd. Skjáskot/RÚV
Skammdegisslysin 
Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum.
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár.

Sú var tíðin að á landsvísu létust tugir í umferðinni á ári hverju. Það sem af er ári eru andlátin orðin átta á landsvísu. Fleiri en í fyrra og hittifyrra.

- Auglýsing -

Fjögur af þessum mannslífum töpuðust í skammdegisumferðinni á höfuðborgarsvæðinu.

Það eru helst gangandi og hjólandi sem slasast alvarlega í þéttbýli, minna um alvarleg meiðsl í innanbæjarárekstrum bifreiða. Bíllinn er jú ákveðinn brynja og nýir fólksbílar eru hannaðir til að veita ökumönnum og farþegum sífellt meiri vernd.

Búast við 241 slysi á ári

- Auglýsing -

Viðhorf og hegðun vegfarenda skipta máli þegar kemur að umferðaröryggi en líka innviðirnir og þá móta ríki og sveitarfélög.

Umferðaröryggisstefna Reykjavíkurborgar tók gildi árið 2019 og gildir til 2023. Þar segir að á ári hverju megi gera ráð fyrir um 240 umferðarslysum innan borgarmarkanna. Þar af 40 slysum þar sem fólk slasast alvarlega og einu banaslysi.

„Alvarlegt og sorglegt“

Mynd. Skjáskot/RÚV

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá borginni og starfandi samgöngustjóri, segir að slysum þar sem einhver meiddist hafi fækkað skarpt í fyrra, um 15% frá árinu 2019. Slysum á börnum fækkaði um þriðjung.

„Það þarf að horfa til þess að þetta er ár sem var covid og umferð þar af leiðandi minni, en það gefur okkur líka vísbendingu um hver orsakavaldurinn er í flestum slysum og það er umferðin,“ segir hún.

Árangurinn virðist enda ekki hafa verið kominn til að vera, heildarfjöldi slysa í ár nálgast fjöldann árið 2019.

Fjárframlög ekki í samræmi við áætlun

Í áætlun Reykjavíkurborgar í umferðaröryggismálum segir að samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa í Reykjavík nemi 15 milljörðum króna á ári (m.v. verðlag 2013). Aftur á móti sé heildarkostnaðurinn við að hrinda í framkvæmd öllum þeim aðgerðum sem höfundar umhverfisöryggisáætlunar borgarinnar leggja til á árunum 2019 til 2023 sagður vera sex milljarðar.

Fjárframlög borgarinnar til verkefnisins eru langt frá því að sögn Guðbjargar, starfandi samgöngustjóra. Lengst af hafi borgin varið 100 milljónum á ári til umferðaröryggismála, en í ár og í fyrra hafi borgin sett 250 milljónir í slík verkefni. Er það nóg?

„Við verðum bara að gera eins vel og við getum innan þess ramma sem við höfum og það gerum við með því að einblína á staðina og atriðin sem skila mestum árangri.“

Rafhlaupahjólin öllum hugleikin

Mynd. Skjáskot/RÚV

Berglind Hallgrímdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Eflu segir að:

„Kannski helstu áskoranirnar eru ný farartæki, þessi rafmagnshlaupahjól, vespurnar og rafmagnshjólin.“

Hún segir að fólk sé ekki vant því að ferðast á 25 kílómetra hraða og börn hafi ekki þroska til þess að greina hraða rétt fyrr en eftir 12 ára aldur. Í nágrannalöndum okkar sjáist varla börn á svona tækjum.

Guðbjörg segir að slys tengd rafskútum séu mörg en fæst alvarleg. Hugsanlega þurfi að fjalla sérstaklega um þær næst þegar umferðaráætlun borgarinnar verður uppfærð. „Það verður enn meiri áhersla á að yfirborðið þarf að vera nokkuð jafnt og slétt því þau eru viðkvæmari fyrir misfellum á yfirborðinu.“

Runólfur hjá FÍB myndi vilja draga úr hámarkshraða rafmagnshlaupahjóla og setja höft á notkun þeirra um helgar og Árni hjá Landssambandi hjólreiðamanna segir hlaupahjólin ekki heyra undir hatt samtakanna þó vissulega séu þau nýtt sem samgöngumáti og þarfnist svipaðra innviða og hjól. Þau séu að hans mati óöruggari en reiðhjól, vegna smæðar dekkjanna, og að auki mikið notuð af reynslulitlum ungmennum og drukknu fólki.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -