Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Skarphéðinn ekki rekinn fyrir einelti: Skriffinnska bjargaði manninum sem hatar ríkisstarfsmenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri er sakaður um einelti í úttekt vinnusálfræðifyrirtækis fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. RÚV greinir frá þessu og segir úttektina staðfesta einelti Skarphéðins. Hann vísar öllum ásökunum á bug.

DV greindi frá því í apríl að þrír starfsmenn Ferðamálastofu, einn núverandi og tveir fyrrverandi, sáu sig tilneydda til að kvarta til menningar- og viðskiptaráðuneytisins yfir Skarphéðni. Þeir saka Skarphéðinn um ofbeldi, einelti og óeðlilega stjórnarhætti.

RÚV vitnar í fyrrnefnda úttekt en þar segir meðal annars: „Ferðamálastjóra er einnig lýst sem drottnara og „hrokafullum besservisser“. Hann tali með fyrirlitningu um opinbera starfsmenn og virðist sem hann líti niður á ríkisstarfsmenn.“ Skarphéðinn er einnig sagður taka geðþóttaákvarðanir og fara illa eftir stjórnsýslulögum. Þetta er sagt valda fólki vanlíðan, kvíða og ótta í starfi.

Svo virðist sem engir eftirmálar verða af þessu fyrir Skarphéðinn. Hann verður hvorki rekinn né veitt áminning. Í kvöldfréttum RÚV var þetta útskýrt svo:

„Skipunartími ferðamálastjóra er til fimm ára og rennur út um áramót. Hefði ráðherra ætlað að auglýsa stöðuna hefði honum borið að tilkynna ferðamálastjóra það í gær. Það var ekki gert og að óbreyttu verður Skarphéðinn Berg skipaður að nýju, til næstu fimm ára.“

Ekki verður því betur séð en að skriffinnska hafi bjargað manninum sem fyrirlíti opinbera starfsmenn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -