Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Skarphéðinn yfirgefur RÚV: „Kominn tími á endurnýjun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skarphéðinn Guðmundsson hefur tekið ákvörðun um að hætta sem dagskrástjóri RÚV um komandi áramót en DV greindi frá ákvörðun hans.

Skarphéðinn hefur verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlum á þessari öld en hann starfaði meðal annars sem upplýsingafulltrúi 365 miðla og síðar dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hann hefur verið dagskrárstjóri RÚV frá 2012 en hann er menntaður sagnfræðingur.

„Framtíðin á eftir að leiða það í ljós, ég útiloka ekki neitt í þessum efnum,“ sagði Skarphéðinn í samtali við Vísi um næstu skref hans.

„Það er óráðið en í janúar er ég búinn að vera akkúrat 25 ár í fjölmiðlun. Sú tilhugsun skelfir mann, að segja skilið við fjölmiðla, ég veit hvers konar tómarúm það skilur eftir sig. Það á eftir að láta á það reyna, hvort ég treysti mér til þess. Veltur á því hvaða tækifæri sýna sig. Það er kominn góður tími og tími á annars konar áskoranir fyrir mig. Og tími fyrir nýtt blóð, í starf sem er krefjandi. Það kallar á endurnýjun reglulega. Þetta er þýðingarmikið starf og mikilvægt að sjá til þess að það væri kominn tími á endurnýjun og nýtt blóð.“

Skarphéðinn sagði einnig að hann væri ekki að hætta vegna annars starfs sem biði eftir honum. Margrét Jónasdóttir, aðstoðardagskrárstjóri RÚV, mun sinna starfi Skarphéðins þar ráðið verður í starfið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -