Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Skattamál Sigríðar Daggar draga dilk á eftir sér: „Ég er lyklalaus í fyrsta sinn í 22 ár“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framkvæmdastjóra Blaðamannafélags Íslands, Hjálmari Jónssyni hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu, eftir ágreining á milli hans og formannsins.

Hjálmar Jónsson lenti í ágreiningi við formann BÍ, Sigríði Dögg Auðunsdóttur, í síðustu viku, en í morgun var hann boðaður á fund með Sigríði Dögg, Aðalsteini Kjartanssyni varaformanni BÍ og lögmanni félagsins þar sem honum var boðinn starfslokasamningur. Hjálmar þáði það ekki en ekki var óskað eftir því að hann ynni uppsagnarfrestinn. Hætti hann því störfum í dag.

Eins og Mannlíf hefur áður grein frá, svarar Sigríður Dögg ekki ítrekuðum spurningum miðilsins um ásakanir um skattaundanskot í tengslum við AirBnB leiguhúsnæði á vegum hennar og eiginmanns hennar. Viðurkenndi hún þó í færslu á Facebook að þau hjónin hefðu fengið „endurálagn­ingu op­in­berra gjalda vegna út­leigu­tekna“ og greitt af því skatt.

Sjá einnig: Sigríður Dögg svarar ekki ásökunum um skattaundanskot

Í samtali við Mannlíf segir Hjálmar að uppsögnin hafi komið flatt upp á hann. „Þetta bar allt að í morgun, mjög brátt. Ég er lyklalaus í fyrsta sinn í 22 ár.“

Þá segist Hjálmar hafa óskað eftir fundi með stjórninni svo hann gæti skýrt sína afstöðu. Vandar hann formanninum ekki kveðjurnar. „Það er óforsvaranlegt að Sigríður Dögg hafi ekki svarað spurningum Mannlífs um fjármál hennar. Ég óskaði eftir fundi með stjórninni en var neitað.“ Hjálmar bætti við að almennt stjórnleysi ríki hjá Blaðamannafélaginu.

- Auglýsing -

Hjálm­ar hef­ur starfað fyrir félagið frá árinu 1989 en verið framk­væmda­stjóri BÍ frá ár­inu 2003. Var hann formaður til ársins 2021 er hann ákvað að stíga til hliðar. Sigríður Dögg var svo kjörin í hans stað.

Hvorki náðist í Sigríði Dögg né Aðalstein Kjartansson við vinnslu fréttarinnar.

Mbl.is sagði fyrst frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -