Föstudagur 15. nóvember, 2024
-2 C
Reykjavik

Skelfilegar tölur sjálfvíga í Covid-19 – Einangrun, óvissa, ótti fellt mun fleiri en veiran

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í kórónuveirufaraldrinum hérlendis hafa nærri hundrað Íslendingar tekið eigið líf vegna einungrunar, óvissu og ótta. Það er mun fleiri en hafa fallið vegna veirunnar skæðu en 37 dauðsföll hafa verið skráð vegna Covid-19 hérlendis.

Þetta rímar við fréttir Mannlífs um sjálfsvígstölur í faraldrinum. Sjálfsvígstilfellum hér á landi hefur fjölgað um 67 prósent. Tölur lögreglu gáfu snemma kynna að fleiri hafi fallið fyrir eigin hendi í kórónuveirufaldrinum heldur en úr Covid-19.

Sjá einnig: 

Skelfilegar tölur frá lögreglu: Sjálfsvígum snarfjölgar í Covid-faraldri

Á sama tíma og faraldurinn hefur dregið samtals 37 manns til dauða hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf og fleiri hundruð látist vegna fjölþættra afleiðinga fíknar. Þetta segja þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar og Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA og stjórnarkona í Geðhjálp.

„Engir upplýsingafundir hafa verið haldnir, fá minnisblöð skrifuð, ekki efnt til markvissra mótvægisaðgerða né samfélagið stöðvað til þess að fyrirbyggja þau dauðsföll. 30 af þeim 37 sem hafa látist af völdum Covid voru eldri en 70 ára, 20 eldri en 80 ára og þrír yngri en 60 ára. Til samanburðar voru 35 af þeim 47 sem tóku eigið líf árið 2020 yngri en 60 ára. 17 voru yngri en 29 ára og þrír yngri en  18 ára.Ég er ekki að segja að það eigi ekki að bregðast við Covid-faraldrinum. En hins vegar verðum við að grípa til mótvægisaðgerða vegna geðheilsu þjóðarinnar sem ætti í raun að vera forgangsatriði rétt eins og það að setja fjármuni í efnahagslífið. Einangrun, óvissa, ótti … allt getur þetta stuðlað að eða ýtt undir geðrænar áskoranir. Og við því verðum við að bregðast. Mótvægisaðgerðirnar hafa verið svo takmarkaðar,“ sagði Grímur í samtali við Vísi.

- Auglýsing -

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Númerið er opið allan sólarhringinn.
Þá er einnig hægt að ná netspjalli við hjúkrunarfræðinga í gegnum vefinn heilsuvera.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -