Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Skilur ekki kynlífsmúffubannið í íslenskum fangelsum: „Fangaverðir eru í hönskum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska ríkið virðist mismuna föngum á landinu eftir kyni. Þannig er mál með vexti að karlfangar mega ekki vera með kynlífsmúffur í klefunum sínum meðan konur mega hafa ílöng hjálpartæki ástarlífsins í sínum klefum. „Ég get staðfest að þarna hall­ar á karl­ana,“ sagði Hall­dór Val­ur Páls­son, for­stöðumaður fang­els­anna að Sogni, Hólms­heiði og á Litla-Hrauni í samtali við mbl.is.

Þá sagði Ómar Vignir Helgason, varðstjóri á Litla-Hrauni, ástæðuna vera smyglhættu og möguleg leynihólf sem fylgja kynlífsmúffum og að starfsmenn hafi lítinn áhuga á að leita í slíku. Mannlíf hafði samband við Guðmund Inga Þórodsson, formann Afstöðu – félags fanga á Íslandi, til að spyrja hann nánar út í þessi mál.

„Okkar afstaða er sú að fangelsin ættu aldrei að mismuna og skiljum ekki alveg rökin. En fangaverðir eru í hönskum við leitir, hægt er að setja hluti í gegnumlýsingu og almennt eru fangar snyrtilegir og passa upp á dótið sitt, þess vegna á ég erfitt með þessi rök,“ sagði Guðmundur um málið en bannið á við um öll fangelsi þar sem karlar afplána. „Fangar eru auðvitað bara venjulegt fólk og þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir. Sumir hafa áhuga á klámi og hjálpartækjum en aðrir bara alls ekki, þannig að ég held að þetta sé ekkert öðruvísi en almennt í samfélagi frjálsra manna.“

„Konur eru oft mjög fáar í afplánun og jafnvel stundum bara ein kona í afplánun og því kannski þurfa þær meira á þessu að halda,“ sagði formaðurinn um þær konur sitja í fangelsi á Íslandi. „Strákarnir hafa þó allavega hvorn annan. Það þarf enginn að vera það barnalegur að halda að kynlíf sé ekki stundað í fangelsum almennt og því er afar mikilvægt að fangelsisyfirvöld taki sig á málum eins og skaðaminnkun og sjái til þess að til staðar séu smokkar á þeim stöðum þar sem auðvelt er að nálgast þá án þess að aðrir sjái til og passi upp á möguleika fólk þegar kemur að slíkum hjálpartækjum.

Við höfum beitt okkur í þessum málum og fyrir nokkrum árum var þetta ekki vandamál og allir fengu það sem þeir þurftu eða vildu prófa. Ég sé nú að þeim möguleikum hefur eitthvað fækkað undanfarið,“ og sagði Guðmundur að fangar mættu þó hafa klám inn í eigin klefum en tekur þó fram að allt klám með ofbeldi sé bannað og það sem er skilgreint sem afbrigðilegt.

„Fangar hafa mátt vera með hefðbundið klámefni og hafa flestir verið með það á USB-kubbum og þá getað horft á það í sjónvarpinu sínu. Á árum áður voru fangar með þetta í tímaritum og dvd-myndum en það held ég að sé liðin tíð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -