Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Skipið m.s. Berglind sökk fyrir utan strendur Nýfundnalands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Berglind sökk fyrir utan strendur Nýfundnalands

Rétt fyrir klukkan þrjú i gærdag sökk m.s. Berglind um fimm sjómilur frá Sydney, Nova Scotia á Nýfundnalandi, eftir að hafa kvöldiö áður lent i árekstri við danska flutningaskipið Charm.“

Þriðjudaginn, 21. júlí 1981, var forsíðufrétt á Tímanum um sjóslys. Helstu fjölmiðlar landsins fjölluðu um málið en m.s. hafði lent í áreksri við danska flutningskiptið Charm.

„Áreksturinn varð um 17 sjómilur frá Sydney i fyrrakvöld, og var þá niðdimm þoka á slysstaðnum. Skipið var á leið frá Portsmouth til Reykjavikur. Við áreksturinn kom gat á stjórnborðshlið Berglindar, framarlega, og féll við það sjór i framlest skipsins“

Skipið og allur farmur þess sökk en eins og fram hefur komið en áhöfnin bjargaðist blessunarlega öll.

Nítján voru um borð

- Auglýsing -

Öll áhöfnin var íslensk og voru fjórtán af skipverjum Berglindar bjargað yfir í danska skipið, Charm en hinir biðu, um borð í Berglindi, í fimm klukkustundir þar til  kanadískur dráttarbátur kom og tók skipið í tog.

„En svo mikill sjór var þá kominn í skipið að það sökk á leið til hafnar, um kl. 14,45 í gær að (íslenzkum tfma. Skipverjarnir voru þá komnir yfir í kanadíska dráttarbátinn. Sakaði engan af áhöfninni sem nú dvelst í Sydney, Nova Scotia,“ kemur frá á baksíðu Dagblaðsins frá sama tíma.

Skipið

- Auglýsing -

Berglind var rúmlega 10 ára gamalt skip þegar það sökk og um tíma stærsta skip íslenska kaupskipaflotans. Skipið var í eigu islenskra kaupskipa sem var dótturfyrirtæki Eimskipafélagsins, en Eimskip sá um rekstur þess.

Áreksturinn óumflýjanlegur

Sjópróf voru gerð og skýrslur teknar af báðum skipstjórum skipanna. Virðist að áreksturinn hafi verið óumflýjanlegur þrátt fyrir viðvörunarhljóð frá báðum skipunum. Á reki var hvort skipið hafi verið í rétti en í blaðagrein Tímans frá 29. júlí sama ár kemur fram að margt bendi til þess að Berglind hafi verið í órétti samkvæmt sjóferðareglum. Þá einkum vegna staðsetningu á skemmda skipsins.

„Áhöfn Berglindar var yfirheyrð í sjódómnum í gær. Önnur sjópróf fara fram síðar í Danmörku yfir áhöfn danska skipsins m.s. Charm. Báðir skipstjórarnir gáfu skýrslu um áreksturinn stuttu eftir hann hjá kanadísku strandgæslunni. Þær hafa ekki borist hingað til lands.

Að tilmælum lögmanna íslenskra kaupskipa og Eimskips við réttarhaldið í gær verður litið á þær upplýsingar sem fram komu sem trúnaðarmál þar til sjóprófum er lokið yfir áhöfn danska skipsins. Mikil verðmæti eru i húfi og þvi áriðandi að dönsku skipstjórnarmennirnir geti ekki hagrætt sannleikanum, sínu útgerðarfélagi í vil, á grundvelli upplýsinga sem fram koma við sjóprófin í Reykjavík. Samt sem áður liggur ljóst fyrir, að það er danska skipið sem siglir framarlega á Berglindi stjórnborðsmegin (hægra megin) með þeim afleiðingum að gat kemur á, sem síðan leiðir til þess að Berglind sekkur. Samkvæmt almennum umferðarreglum á hafi úti skal það skip víkja sem hefur annað skip á stjórnborða, þegar stefnur þeirra skerast og hætt er við árekstri. Charm siglir á Berglindi stjórnborðsmegin, þannig að Berglind virðist hafa verið í órétti. Það eina sem getur bjargað Berglindi i þessu máli er það að danska skipið hafi ekki haldið sinni upprunalegu stefnu eða breytt hraða, þegar til árekstrarins kom. Verður það væntanlega leitti ljós i sjóprófunum ytra. Þangað til verður sjóprófunum hér á landi frestað. Niðdimm þoka var á árekstursstaðnum. Svo virðist vera sem bæði skipin hafi gefið frá sér hljóðmerki til varúöar, en það þó ekki komið að haldi, þar sem áreksturinn varð ekki umflúinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -