Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Skipinu hvolfdi í miklu óveðri: „Það var kuldinn sem gerði okkur erfitt fyrir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjómenn á Færeyska flutningaskipinu Rona lentu í hremmingum þegar skipinu hvolfdi í miklu óveðri sem geysaði á þann 2.nóvember árið 1985. Skipið flutti mjöl og gáma frá Færeyjum til Reyðarfjarðar, það hélt af stað heim að austan kvöldið fyrir slysið. Um nóttina skall á mikið óveður og fór þá að flæða inn í stýrishús skipsins, sjómennirnir fjórir urðu þá að fara í gúmmíbjörgunarbáta.

Aðeins einn björgunarbátur var um borð í skipinu en það vakti gríðarlega athygli að enginn neyðarhnappur var í honum þó var báturinn aðeins tveggja mánaða gamall. Auk þess losnaði rekakkeri svo að mennirnir höfðu litla stjórn á stefnunni.

Eftir að hjálparboð barst frá Færeyska skipinu til Landhelgisgæslunnar var strax hafist handa við að skipuleggja leit að skipinu. Flugvél Landhelgisgæslunnar var send á slysstað, auk þess var nálægum skipum gert viðvart og þau beðin um að nálgast Færeyska skipið, þrjú skip voru í nálægð og fóru á vettvang.

Mennirnir fjórir fundust ekki fyrr en þeir skutu út neyðarblisi, þá voru þeir rúmum sex mílum frá slysstaðnum. Hjalti Sæmundsson, þáverandi skeytamaður hjá Landhelgisgæslunni, sagði það hafa skipt sköpum í björgun mannana að þeir hafi notað blisið. „Þetta var afar köld vist fyrir þá í gúmbátnum, allir skólausir og tveir aðeins á skyrtunum,” sagði Jónas Hallgrímsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og umboðsmaður færeyska flutningaskipsins Rona í samtali við DV eftir slysið.

Skuttogararnir Sveinborg frá Siglufirði og Snæfugl frá Reyðarfirði nálguðust gúmmíbátinn og voru sjómennirnir færðir um borð í Sveinborgu sem silgdi með þá til Seyðisfjarðar. Þaðan fóru mennirnir á Egilsstaði og flugu heim til Færeyja.

„Okkur var aðallega kalt, það var kuldinn sem gerði okkur erfitt fyrir. Við vorum illa búnir, ég aðeins í þunnri sportskyrtu. Að auki vorum við búnir að vera matarlausir í 18 tíma áður en við komumst um borð í íslenska togarann“ sagði Martin Nilsen, skipstjóri Færeyska skipsins í samtali við DV

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -