Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

Skipstjóri og stýrimaður Longdawn hlutu skilorðsbundna fangelsisdóma

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipstjóri og annar stýrimaður flutningaskipsins Longdawn hlutu skilorðsbundinn dóm í dag.

Í dag kvað Héraðsdómur Reykjaness upp dóm yfir skipstjóra og öðrum stýrimanni flutningaskipsins Longdawn en hlutu þeir skilorðsbundinn fangelsisdóm. Játuðu þeir báðir sök í málinu við þingfestingu í gær. Var skipstjórinn dæmdur til 12 mánaða fangelsisvistar og stýrimaðurinn til átta mánaða fangelsisvistar. Báðir dómarnir eru skilorðsbundnir eins og áður hefur komið fram. Skipstjórinn var einnig sviptur skipstjórnarréttindum í þrjá mánuði og má ekki heldur gegna stöðu stýrimanns næstu þrjá mánuði.

Mennirnir voru sakfelldir fyrir að hafa yfirgefið slysstað eftir að skip þeirra sigldi á strandveiðibátinn Höddu í maí síðastliðnum og koma skipverja bátsins ekki til bjargar. Slysið gerðist út af Garðskaga en mennirnir tveir voru handteknir við komuna til Vestmannaeyja stuttu síðar og hafa sætt farbanni síðan.

Að auki var skipstjórinn sakfelldur fyrir að vera undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna þegar slysið varð.

Mennirnir geta nú yfirgefið landið í ljósi þess að refsingin er skilorðsbundin.

RÚV sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -