Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Skírnir segist hafa gert biskupinn afturreka með brottreksturinn: „Agnes ætti segja af sér embætti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Séra Skírnir Garðarsson segist hafa gert Agnesi M. Sigurðardóttur biskup afturreka með „bannfæringu“ sína á honum og að hann sé nú velkominn í fjöldi kirkja.

Fyrir þremur árum var Séra Skírnir Garðarsson héraðsprestur rekinn úr þjóðkirkjunni af Agnesi biskup, fyrir að hafa rofið trúnaðarskyldu presta og brotið starfs- og siðareglur er hann greindi frá samskiptum sínum við konu sem var handtekin í Bolungarvík, grunuð um að hafa starfað í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar á Vestfjörðum undir fölsku flaggi. Skírnir sagði í viðtali við Vísi á sínum tíma að konan hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð frá kirkju sem hann þjónaði í sjö árum áður. Þá sagði hann þagnarskylduna mikilvæga en að hún get ekki verið algild.

Nú segir Skírnir í samtali við Mannlíf að hann sé búinn að gera Agnesi afturreka með „bannfæringuna“. „Ég hef góðfúslega fengið aðgang að eftirfarandi kirkjum eftir að ég var „bannfærður“ af Agnesi biskupi, án nokkurra saka. Ég hef gert Agnesi afturreka með bannfæringuna, og er með full og óskorðuð prestsréttindi og þjóna eins og mér sýnist sjálfstætt nú.“

Samkvæmt Skírni standa eftirfarandi kirkjur honum opnar: Hallgrímskirkja, Háteigskirkja, Fossvogskirkja, Strandarkirkja, Víkurkirkja, Haukadalskirkja, Saurbæjarkirkja, Sólheimakirkja, Vídalínskirkja og Háskólakapellan. Ekki hefur hann fengið leyfi frá Þingvallakirkju, Dómkirkjunn né Skálholtskirkju.

„Það er gríðarlegt ósamræmi í þessu og hið mesta bull að Agnes biskup og hennar hirð sé að vasast í jafn sjálfsögðum hlut eins og að prestar með full réttindi fái að þjóna fólki í kirkjum landsins,“ segir Skírnir ennfremur og bætir við „Agnes ætti segja af sér embætti og hætta að brugga duttlungafullar og ómarkvissar ráðagerðir. það sem ég kalla „kirkjupólitískan slettirekuskap“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -