Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Skoðaði innihaldslýsinguna á hreindýrapaté í Krónunni: „Flokkast þetta nokkuð undir vörusvik?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í fjölmennu samfélagi matarunnenda á Facebook, Matartips!, fer nú fram umræða um hreindýrapaté sem meðlimur verslaði sér úti í búð. Verðið á kæfunni stóð eitthvað í viðkomandi sem ákvað í kjölfarið að skoða betur hvert væri innihald pakkningarinnar.

Og þá kom ýmislegt í ljós sem kemur fjölmörgum matarunnendum í hópnum á óvart. Málshefjandi lýsir upplifuninni með þessum hætti:

„Mig langaði að smakka hreindýrapaté, kíkti á verðið og svona stykki var á 3600 krónur í Krónunni. Sem betur fer kíkti ég líka á innihaldslýsingu….þetta ætti að heita hveitipaté með pálmaolíu og full af E efnum (16 samtals). Hreindýr er ekkert nema 7% í þessu. Mig langar að vita hvað er í þessu sem kostar 3600 krónur?! Hveiti? Olía? Öll þessi E? Ég mæli með að fylgjast vel með því hvað þið eruð að borga fyrir, það er verið að blekkja neytendur með flottum umbúðum og heiti á vörunni.“

Þessi mynd af hreindýrapaté birtist með færslunni þar sem sjá má innihald kæfunnar. Smelltu á myndina ef þú vilt stækka hana.

Eins og gefur að skilja eru margir meðlimir hópsins svekktir eftir þessa lýsingu á innihaldi hreindýrakæfunnar. Þórhildur er sannarlega ein þeirra. „100% gæði en bara 7% hreindýr!, segir hún.

Margrét er heldur ekki sátt. „Kjúklingalifur, svínakjöt, svínafita, og pínulítið af hreindýrakjöti. Fullt af allskonar óhollustu og efnum. Og kalla þetta svo “hreindýrapaté”. Þetta verðlag á þessu er fáránlegt,“ segir Margrét ákveðin.

Birgir tekur í sama streng. „Það er meiri kjúklingalifur en hreindýr í þessu… Flokkast þetta nokkuð undir vörusvik?,“ spyr hann. Og Arnar nokkur er líka afar hissa. „Vá… 16 E-efni, sykur, gelatín, pálmaolía, pálmafita, rjómalíki, ofl. Hvernig enduðum við á Vesturlöndum á þessum stað? Hvernig kemst svona „matur“ í gegnum matvælaeftirlit?,“ spyr Arnar. 

Karl reynir að klóra aðeins í bakkann. „Ég er á engan hátt að verja þessa vöru en ég hef unnið mikið með villibráð og maður vinnur alltaf með fylliefni eins og svínafitu og kjúklingalifur þar sem villibráðin er bæði yfirleitt of þurr og of sterk í bragði fyrir flesta,“ segir Karl. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -