Nú þegar komið er vel inn í desember (já, þetta er áfall fyrir alla) má sjá fólk úti um allan bæ reyna að koma skikki á jólagjafainnkaupin.
Eins og við vitum flest eru nokkrar manngerðir til þegar kemur að þessum árlegu innkaupum.
Það er til dæmis þessi sem kaupir allar jólagjafir í júní og nýtur svo aðventunnar og horfir niður á okkur hin, maulandi heimabökuðu smákökurnar á fullkomlega skreyttu heimilinu. Önnur týpan er þessi sem við sjáum sveittan á Þorláksmessukvöld, umvafinn pokum, bölvandi ofan í úlpuna sína.
Það er því líklega ekki úr vegi þegar hingað er komið að spyrja lesendur hvernig leikar standi þegar kemur að jólagjafainnkaupum þetta árið.
