Í dag samþykkti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaraðgerðir innanlands. Tilefnið var mikil fjölgun smita í samfélaginu undanfarið. Nýjar reglur taka gildi á miðnætti.
Reglurnar kveða á um að 20 megi nú koma saman, 200 manns í hólfum á viðburðum að undangengnu hraðprófi. Eins metra reglan verður að tveggja metra reglu enn á ný.
Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði mega taka við 50 prósentum af leyfilegum gestafjölda. Skólarnir halda sínu striki og hefjast á réttum tíma eftir jólafrí.
Hinar nýju aðgerðir gilda næstu þrjár vikur og ná því fram í miðjan janúar.
Mannlíf vill gjarnan vita hvað lesendum finnst um hinar nýju aðgerðir – er gengið of langt, eða ef til vill ekki nógu langt? Segið ykkar skoðun!