Fleiri lesendur eru hlynntir hvalveiðum en á móti þeim, þótt munurinn hafi ekki verið ýkja mikill.
Í skoðanakönnun gærdagsins voru lesendur spurðir um skoðun sína á hvalveiðum, eftir að tilkynnt var að fyrirtækið Hvalur hf hyggðist hefja hvalveiðar á nýjan leik í júní. Veiðarnar eiga að sögn að standa yfir fram í september.
Þegar niðurstöðurnar voru teknar saman nú seinni partinn kom í ljós að nokkuð mjótt var á munum, þótt fleiri lesendur Mannlífs séu hlynntir hvalveiðum en mótfallnir þeim.
Eins og sakir standa eru 56 prósent kjósenda hlynntir hvalveiðum á meðan rúm 42 prósent eru á móti þeim. Einungis tæpum tveimur prósentum er alveg sama um veiðarnar.