Lokaþáttur þáttaraðarinnar Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gærkvöldi. Óhætt er að segja að þessir þættir Vesturports hafi heltekið landann meðan á þeim stóð.
Svo virðist sem allir og amma þeirra hafi fylgst spenntir með þessum þáttum um innleiðingu kvótakerfisins á Íslandi á níunda áratugnum og hreinlega setið með öndina í hálsinum yfir uppátækjum og örlögum persóna eins og Jóns Hjaltalín, Hörpu Sigurðardóttur og Smára blaðamanns.
Mannlíf spyr því lesendur hvernig þeim hafi líkað þessi þáttaröð. Veljið einn af fjórum möguleikum hér að neðan.