Í dag hefst kosning félagsmanna Eflingar og Samtaka atvinnulífsins vegna nýrrar miðlunartillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari gaf út á dögunum. Lýkur kosningunni 8. mars næstkomandi.
Tillagan hljóðar upp á að þernur á hótelum fái nýtt starfsheiti, hækki um einn launaflokk og að bílstjórar sem annist flutning á hættulegum efnum, sem dæmi jarðefnaeldsneyti, fái sérstaka uppbót.
Halldór Benjamín Þorbergsson hefur gefið út að hann hvetji félagsmenn sína til kosningar og að styðja miðlunartillöguna. Sólveig Anna Jónsdóttir hefur á hinn bóginn ekki gefið út hvort hún hvetji félagsmenn Eflingar til að gangast að tillögunni.
Mannlíf spyr því lesendur sína: