Föstudagur 22. nóvember, 2024
-3.7 C
Reykjavik

Skoðar bakgrunn og menntun ráðherra ríkisstjórnarinnar:„Ekkert einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Vissulega er það svo að ráðherrar eiga að vera svo miklum og fjölbreyttum hæfileikum gæddir að þeir geti stýrt verkefnum á hvaða sviði sem er, án þess að vera sérmenntaðir eða með reynslu í faginu. Samt hlýtur að vera æskilegt að að minnsta kosti einhverjir ráðherranna hafi haft nasasjón, bakgrunn eða einhverja þjálfun/menntun í þeim málaflokkum sem undir þá heyra. Mjög ríkar kröfur um slíkt eru náttúrlega gerðar til undirsáta þeirra.“ Þetta ritar fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson á Facebook í dag og fer yfir bakgrunn og menntun ráðherra ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Í færslunni má sjá ýmislegt fróðlegt en niðurstaða Illuga er sú að aðeins einn ráðherra er með menntun sem hentar vel fyrir ráðuneytið.

Færsluna má sjá hér að neðan:

Lítum á stöðuna:
Katrín Jakobsdóttir hefur meistaragráðu í íslenskum bókmenntum. Þar eð starf forsætisráðherra felst fyrst og fremst í verkstjórn og forystu væri vitanlega óráðlegt að ætlast til einhverrar sérstakrar menntunar eða reynslu af þeim sem þessu starfi gegnir.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra er menntaður lögfræðingur og verðbréfamiðlari.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er lögfræðingur.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er lögfræðingur.
Guðlaugur Þór Þórðarson orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra (!!) er stjórnmálafræðingur.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er menntaður málmiðnaðarmaður en lauk síðar prófi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Hann var og bóndi í nokkur ár fyrir margt löngu.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra er dýralæknir.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra lærði viðskiptafræði og hefur þjálfararéttindi í fótbolta.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra er búfræðingur.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra er alþjóðahagfræðingur.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er íslenskufræðingur og var um tíma kennslustjóri HÍ í táknmálsfræði.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur próf í hússtjórn, líffræði og umhverfisfræði.
Svo er líklegt að Guðrún Hafsteinsdóttir sé að koma inn í ríkisstjórnina sem nýr dómsmálaráðherra. Guðrún hefur próf í mannfræði en starfaði lengst af í framleiðslufyrirtæki fjölskyldu sinnar.
Fyrir utan reynslu af stjórnmálum, sem hefur auðvitað sitt gildi, þá er sem sé augljóst að eiginlega enginn ráðherra hefur menntun eða bakgrunn í þeim málaflokkum sem þau stýra — nema kannski Lilja þegar hún er með viðskiptahattinn sinn. Þetta er þó ekkert einsdæmi trúi ég í íslenskri stjórnmálasögu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -