Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Skógrækt á Íslandi hefur neikvæð áhrif á vaðfugla: „Áhrifin að gæta í Evrópu og Afríku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný rannsókn sýnir að þótt skógrækt geti gegnt hlutverki í baráttunni við hnattræna hlýnun þá hafa umfangsmiklar breytingar í gróðurfari hérlendis mikil áhrif á fjölbreytileika og þéttleika dýra, ekki síst vaðfugla.

Í grein sem birtist fyrir helgi í hinu virta tímariti J. Applied Ecology, sem er flaggskip breska vistfræðifélagsins, kemur fram að af sjö algengum vaðfuglum sem voru rannsakaðir var þéttleiki fimm þeirra, heiðlóu, spóa, tjalds, lóuþræls og jaðrakans nær helmingi minni næstu tvö hundruð metra við skógarjaðarinn samanborið við svæði sem voru fjær skóginum allt að 700 metrum. Hrossagaukur, ásamt skógarþresti sem er spörfugl, var hins vegar í meiri þéttleika nærri skógarjaðrinum en fjær honum.

Engin áhrif mældust af hæð trjáa, stærð og þéttleika skógarreita, eða hvort um barr- eða laufskóga var að ræða. Niðurstöðurnar hafa þýðingu fyrir skipulag skógræktar en þjóðir heims leggja nú mikla áherslu á að koma í veg fyrir að aðgerðir gegn loftslagsbreytingum vinni gegn öðrum markmiðum í náttúruvernd.

Aukin skógrækt getur haft mikil áhrif á farfugla

Í greininni í J. Applied Ecology kemur fram að mikilvægt sé að greina áhrifin af skógrækt til að komast hjá því að valda óafturkræfum breytingum á dýrastofnum sem hafa hátt verndargildi.

Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi og fyrsti höfundur greinarinnar segir að: „Mikill fjöldi farfugla verpi hér á landi og Íslendingar hafa skrifað undir alþjóðlega samninga og skuldbundið sig til að vernda þessa fuglastofna. Það er því mikilvægt að huga að áhrifum skógræktar á þessar tegundir og bregðast við þeim áður en áhrifin koma fram á farleiðum íslenskra fugla í Evrópu og Afríku.“

Áhrif breytinga á landnotkun á norðurslóðum á þéttleika vaðfugla

„Á Íslandi eru stórir hlutar heimsstofna ýmissa farfugla sem verpa á jörðu niðri í opnum búsvæðum. Ef aukin skógrækt hefur áhrif á dreifingu og stofnstærðir þessara tegunda, getur áhrifanna gætt á vetrarstöðvum þeirra í Evrópu og Afríku.“

- Auglýsing -

Aldis mun verja doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands 28. júní. Í doktorsrannsókninni hefur Aldís beint sjónum að áhrifum breytinga á landnotkun á norðurslóðum á þéttleika vaðfugla.

Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi og fyrsti höfundur rannsóknarinnar.

Aldís Erna Pálsdóttir, doktorsnemi og fyrsti höfundur rannsóknarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -