Sunnudagur 26. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Skopteiknarar Múhameðs fóru huldu höfði á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Kristján Baldursson teiknari segir að dönsku skopmyndateiknararnir sem gerðu alræmt grín af Múhameð spámanni hafi kom hingað til lands nokkrum árum síðar og farið huldu höfði. Þeir virðast hafa óttast enn um líf sitt, þó nokkur tími hafi verið liðinn og þeir væru staddir á Íslandi, þar sem fáir múslímar búa og engin saga er af öfgum þeim tengdum.

„Já, þessir dönsku teiknarar voru hérna á árshátíð í kringum 2007-8 og fóru mjög leynt og þorðu ekki að koma í viðtöl,“ segir Halldór í helgarviðtali við Reyni Traustason. Árið 2006 birtist í Jyllandsposten skopmynd af Múhameð spámanni sem múslímar voru ekki sáttir við.

Það var búið að gefa á þá veiðileyfi. Þetta er rosalegt hatur. Skildir þú hvað er á bak við þetta?

„Ég skil ekki af hverju fólk gaf skopmyndinni þetta vægi. Ef við förum í grunnsöguna þá var verið að gefa út bækur í Danmörku um trúarbrögð og það var búið að gefa út eina um Búdda og þessi höfundur vildi gera bók um Múhameð. Það hófst herferð gegn því af því að það má ekki teikna Múhameð og Jyllandsposten fékk teiknara til að teikna Múhameð í nafni tjáningarfrelsisins. Þannig að þetta var einhvers konar ögrun gagnvart því að þessi viðkomandi höfundur í landi sem metur tjáningarfrelsið mikils fékk ekki að gefa út bókina sína. Og það var nýr veruleiki fyrir Dani. Jyllandsposten fór út í þetta,“ segir Halldór.

Hann segir að kristnir hafi verið nýhættir að láta svona þegar þetta gerist. „Síðan gleymdist þessi forsaga með þessa bók. Og ritstjóri Jyllandsposten sagði „hver vill teikna Múhameð? Okkur finnst það mikilvægt til þess að leggja áherslu á tjáningarfrelsi teiknara.“ Síðan var þessu tekið sem mikilli ögrun frá þeim sem eru íslamstrúar. Þetta var blásið út og það var bætt við ljótari myndum. Í súpunni sátu síðan þessir teiknarar á endanum. Margar af þessum myndum eru mjög saklausar. Aðrar hafa dálítið rasískt yfirbragð. En alltaf þarf maður að hugsa hver er það sem ræður hvað við megum teikna; hvenær getur þú fært ný gildi yfir á samfélagið því við teiknum auðvitað ekki hvað sem er. Ég er ekkert að teikna alla hvernig sem er. Það er alls konar tabú í gangi. Og þarna var búið að bæta við tabú sem við vorum nýbúin að losna við varðandi kristnina; það mátti gera grín að kristninni sem mátti ekki einhverjum örfáum áratugum áður. Hvað þá öldum áður. Það hefur verið dauðasök einhvern tímann.“

En Halldór hefur þó að sjálfsögðu sjálfur teiknað Múhameð. Þá var Múhameð kominn til himna. „Það voru tvær myndir. Ég man ekki hvernig þær voru. Maður dælir út mynd eftir mynd eftir mynd og það er kannski tilviljun hvað það er sem fólk grípur,“ segir teiknarinn og bætir við að það skipti almennt máli hver sér myndina og ákveður að móðgast og gera frétt úr því; móðgast samkvæmt sínum gildum.

- Auglýsing -

Hér má lesa viðtalið við Halldór í heild sinni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -