Mánudagur 6. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Skora á Evrópusambandið að „stöðva villimannlegt ofbeldi“ á íslenskum „blóðbæjum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hollensku dýraverndunarsamtökin Dier & Richt hafa hafið undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á framkvæmdastjórn Evrópusambandsinsi að banna með öllu að dregið sé blóð úr fylfullum hryssum. Með því verði stöðvað „vililmannlegt og hrottalegt ofbeldi“ á hrossum á íslenskum „blóðbæjum“.

Samtökin telja það bæði sýnt og sannað að blóðtakan leiði til hræðilegrar þrjáningar dýranna. Mannlíf greindi fyrst frá illri meðferð blóðmera hér á landi.

Sjá einnig: Rúmlega milljarðs hagnaður í skugga dýraníðs – „Go back to your country“

Gífurlegur hagnaður

Líftæknifyrirtækið Ísteka hagnaðist um rétt tæpar 600 milljónir króna á síðasta ári vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum til framleiðslu á frjósemislyfjum sem selt er til stórra lyfjafyrirtækja um allan heim. Þennan rúma hálfa milljarð græddi fyrirtækið í skugga skelfilegrar meðferðar á hryssunum, líkt og Mannlíf greindi fyrst frá um síðastliðna helgi.

Í ársreikningi fyrirtækisins, sem Mannlíf hefur undir höndum, má sjá að fyrirtækið hagnaðist í fyrra um tæpar 600 milljónir, eða 591.889.767 krónur fyrir þá sem hafa gaman af tölum. Árið þar á undan var hagnaðurinn svipaður, eða rétt rúmur hálfur milljarður, og því hefur Ísteka grætt rúman milljarð á tveimur árum vegna blóðmeranna þar sem sýnt hefur verið fram á augljóst dýraníð.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -