Maður var skotinn um klukkan eitt í nótt samkvæmt heimildum Vísis. Atvikið átti sér stað á Ingólfsstræti og var mikill viðbúnaður lögreglu og sérsveitar á svæðinu.
„Þrír karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni tilkynnti hana sjálfur til lögreglu og var hann fluttur á slysadeild, gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu.“ Segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í miðbænum í nótt en sjö gistu fangageymslur
„Mjög skrítið að vera spila cod, heyra síðan í flugeldum?/byssuskotum? úti, kíkja útum gluggan og sjá mann með vélbyssu í bílastæðahúsinu við Bergstaðastræti. Hringdi í 112 og staðurinn leit út eins og góður csi þáttur í smá stund. Sérsveitin og allskonar skemmtilegt,“ skrifar íbúi í götunni á Twitter í nótt