Föstudagur 27. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Skotmaðurinn á Egilsstöðum áfrýjar til Hæstaréttar: Játaði flest brotin en neitar þeim alvarlegustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árnmar Guðmundsson ætlar að sækja um áfrýjun til Hæstaréttar en Landsréttur staðfesti á föstudaginn átta ára fangelsisdóm yfir honum fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst 2021.

Árnmar var ákærður fyrir húsbrot, brot í nánu sambandi, brot gegn barnaverndarlögum, brot gegn valdstjórninni, hættubrot og eignaspjöll, svo eitthvað sé nefnt en brotin voru fleiri.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að hann hafi játað á sig flest brotin en alvarlegustu atriðunum mótmælti hann. Var þar um að ræða tilraunir til manndrápa, annars vegar gegn húsráðanda í Dalseli og hins vegar gegn lögreglumönnum sem mættu á vettvang en Ármar lenti í skotbardaga við lögregluna sem endaði á því að hann var skotinn í kviðinn. 

Var Árnmar dæmdur í héraði í átta ára fangelsi og til að borga fyrrum sambýliskonu sinni 750.000 krónur í miskabætur og barnsföður hennar, húsráðandanum í Dalseli, um 2.4 milljónir. Þá var honum gert að greiða tveimur sonum þeirra milljón krónur í miskabætur. Landsréttur staðfesti dóminn en hækkaði bæturnar til drengjanna um hálfa milljón til hvors. Kom fram í dóminum að drengirnir hafi verið afar óttaslegnir um líf sitt og föður síns, sérstaklega eftir að þeir heyrðu skothvelli koma frá húsi sínu eftir að þeir höfðu náð að flýja út í skóg.

Þórður Már Jónsson, verjandi Árnmars, svaraði fyrirspurn Austurfréttar og sagði að verið sé að fara yfir dóminn en búið sé að ákveða að sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Samkvæmt lögum um Hæstarétt er áfrýjunarleyfi gefið ef forsendur áfrýjunar snúi að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða af öðrum ástæðum sé mikilvægt að fá úrlaust Hæstaréttar um eða þá að dómur Landsréttar sé verulega ábótavant eða hreinlega rangur.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -