Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Skotmaðurinn á Egilsstöðum dæmdur í átta ára fangelsi – Mun áfrýja dómnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Í dag var Árnmar Jóhannes Guðmundsson dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Var hann sakfelldur fyrir alla ákæruliði. Ætlar Árnmar að áfrýja dómnum.

Rúv segir að Árnmar hafi verið sakfelldur fyrir alla ákæruliði; tvær tilraunir til manndráps, húsbrot, eingnaspjöll, vopnalagabrot, brot í nánu sambandi og brot gegn valdstjórninni. Voru skotvopn Árnmars gerð upptæk og hann dæmdur til að greiða skaðabætur og miskabætur.

Sjá einnig: Áfallamiðstöð opnuð á Egilsstöðum eftir skotárás – Maðurinn liggur þungt haldinn

Eins og Mannlíf fjallaði um ítarlega síðasta sumar, hótaði Árnmar þáverandi sambýliskonu sinni með skammbyssu á heimili þeirra í Fellabæ. Eftir það fór Árnmar til Egilsstaða, að húsi barnsföður sambýliskonunnar og hugðist, samkvæmt dómnum, að bana barnsföðurnum. Hann var ekki heima en tveir synir hans og sambýliskonu Árnmars voru það. Beindi hann hlaðinni haglabyssu að sonunum en þeim tókst að flýja út. Árnmar skaut þá á muni innandyra og á tvo bíla fyrir utan húsið. Að lokum skaut hann að tveimur lögreglumönnum og högl úr byssu hans lentu á vegg og rúðum húss á móti. Lauk atburðarásinni á þann hátt að lögreglan skaut Árnmar í kviðinn eftir að hann hafði beint haglabyssu að lögreglumanninum og ekki hlýtt ítrekuðum skipunum lögreglunnar um að leggja niður vopn.

Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem tókst að bjarga lífi hans.

Mannlíf ræddi við verjanda Árnmars, Þórð Má Jónsson og spurði hvað honum fyndist um dóminn. „Ég vil ekki tjá mig um hann að öðru leiti en að segja að honum verði áfrýjað. Er ekki sáttur við að hann hafi verið dæmdur fyrir alla ákæruliðina, tel hann hafa átt að vera sýknaður af ákveðnum ákærulið.“

Aðspurður um það hvaða ákæruliður það væri svaraði Þórður: „Tilraun til manndráps.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -