Skottulæknar þurfa að passa sig.
Í drögum að nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins eru kynntar til ýmsar breytingar hvað varðar lýtaaðgerðir. Í drögunum sem eru nú í umsögn stendur að aðeins læknar með sérleyfi frá landlækni í húðlækningum eða lýtalækningum megi framkvæma lýtaaðgerðir. Er markmið reglugerðarinnar að tryggja hagsmuni sjúklinga og gæði heilbrigðisþjónustu en slíkt hefur verið dregið í efa af viðskiptavinum ýmisa „sérfræðinga“ sem sinna slíkri þjónustu án þess að hafa læknismenntun.
Hægt er að lesa tilkynningu um málið hér.