Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Skúta strandaði upp við grjótgarð á Ísafirði: „Það verður ekki gott hjá þeim að ná henni út“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúta slitnaði úr legufærum við höfnina á Ísafirði rétt í þessu og slæst nú upp við grjótgarðinn.

Skútan slæst utan í grjótgarðinn.
Ljósmynd: Þorsteinn Traustason

Í þessum töluðu orðum reyna björgunarsveitamenn á Ísafirði að bjarga skútu sem losnaði úr legufærum í stormi sem nú geysar fyrir Vestan og slæst upp við grjótgarðinn en samkvæmt vitni sem Mannlíf talaði við, verður erfitt að bjarga henni, vegna veðursins.

„Skútan slitnaði úr legufærum og lemur alveg hreint í grjótgarðinn,“ segir Þorsteinn Traustason í samtali við Mannlíf. Aðspurður hver eigandi skútunnar sé svarar hann: „Það er einhver úr Reykjavík sem á hana en það er enginn um borð. Það er eins og ég segir, það er alveg spænirok hérna.“

Þorsteinn segir björgunarsveitamenn mætta til að skoða málið. „Þeir eru eitthvað að skoða þetta en það verður ekki gott hjá þeim að ná henni út því sennilega er hún orðin svo brotin.“

Uppfært: Vel gekk að ná skútunni á flot en um er að ræða stálskútu. Beðið er með skoðun á skemmdum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -