Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Skyndirýming í Grindavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skyndirýming er í gangi í Grindavík í þessum töluðu orðum.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er verið að rýma Grindavík af öryggisástæðum en frekari upplýsingar fylgdu ekki tilkynningunni. Samkvæmt RÚV heyrist sírenuvæl í bænum.

Áður höfðu þeir íbúar sem ekki komust í gær að fá að sækja nauðsynjar og huga að eignum á milli 12 og 16 í dag en nú er ljóst að það stenst ekki.

Uppfært: Samkvæmt frétt RÚV ítrekar samskiptastjóri Almannavarna, Hjördís Guðmundsdóttir að ekki sé um neyðarrýmingu að ræða. Ástæðan fyrir rýmingu sé sú að mælitæki hafi sýnt of há gildi brennisteinsdíoxíðs. „Þetta er svona einn hluti af því sem er notaður til að greina hvort hætta sé á eldgosi. Það má segja að þetta sé eitt af öryggistækjunum sem við höfum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -