Stærðfræðingurinn og samfélagsrýnirinn Einar Steingrímsson skrifaði Facebook-færslu í gærkvöldi þar sem hann hlekkjaði frétt RÚV af Palestínumanni sem fær ekki að flytja móður sína frá Gaza hingað til lands. Bendir hann á að fólk í Vinstri grænum viti vel og „og hefur alla tíð gagnrýnt, hvernig gyðingum var synjað um landvist á Íslandi á fjórða áratugnum.“ Og Einar hélt áfram: „Hvernig getur þetta fólk horft aðgerðalaust á sömu söguna endurtaka sig“
Færsluna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan en þar vitnar hann í frétt RÚV:
„Fullorðið fólk í VG veit vel, og hefur alla tíð gagnrýnt, hvernig gyðingum var synjað um landvist á Íslandi á fjórða áratugnum. Hvernig getur þetta fólk horft aðgerðalaust á sömu söguna endurtaka sig? Hefur þetta fólk enga sómakennd, svo ekki sé höfðað til dýpri hvata?: