Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Skýtur föstum skotum á ráðherra Katrínar: „Skömm íslenskra stjórnvalda gæti ekki orðið meiri“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Vala Helgadóttir skýtur bylmingsfast á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, í kjölfar frétta af þremur íslenskum konum sem björguðu fjölskyldu frá Gaza.

Þingkonan fyrrverandi og núverandi lögfræðingurinn, Helga Vala Helgadóttir, skrifaði Facebook-færslu um þær fréttir að þær Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Kristín Eiríksdóttir, hafi gert sér lítið fyrir og flogið til Egyptalands og komið fjölskyldu frá Gaza, sem þegar hafði fengið dvalarleyfi á Íslandi.

„Þrjár stórar konur sóttu fjölskyldu á flótta frá hryllilegu þjóðarmorði á Gaza, fjölskyldu sem hefur fengið dvalarleyfi á Íslandi. Þessar konur, Bergþóra Snæbjörnsdóttir, María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp og Kristín Eiríksdóttir hafa hjarta, eldmóð og hugrekki til að leggja í langferð til að bjarga mannslífum.“ Þannig byrjar færsla Helgu Völu. Svo heldur hún áfram: „Á sama tíma sitja íslenskir ráðherrar á mjúkum stólum sínum við skrifborðin sín, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sjálfstæðisflokks og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra VG að málið sé bara of flókið til að hægt sé að bjarga mannslífum. Það sé sko búið að senda nafnalista, en að málið sé sko samt ekki svo einfalt að það dugi bara að senda nafnalista.“

Segir Helga Vala ennfremur að yfirvöld segi og geri „allt annað en að bjarga þeim örfáu sem hér hafa fengið dvalarleyfi samkvæmt ákvörðunum íslenskra útlendingayfirvalda.“

Að lokum segir Helga Vala skömm íslenskra stjórnvalda mikla.

„En þessar þrjár stóru konur björguðu lítilli fjölskyldu, móður og þremur börnum hennar undan því helvíti sem skapast hefur á Gaza.
Þegar við héldum að skömm íslenskra stjórnvalda gæti ekki orðið meiri þá fengum við þessar fréttir.

Ég er þakklát þessum konum og stolt af þeim. Takk.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -