Pamela De Sensi, flautuleikari og tónlistarkennari, deilir á Facebook-síðu sinni sláandi myndbandi sem tók í gær.
Hún var að koma heim frá útlöndum og tók rútu í bæinn með Airport Direct. Þá tók hún eftir því að rútubílstjórinn var ekki beint með athyglina á veginum, heldur á símanum.
Pamela segir í samtali við Mannlíf að þetta hafi gerst síðdegis í gærkvöldi. Hún segir að þetta hafi ekki verið einsdæmi, konan hafi gert þetta nokkrum sinnum. Hún hafi hætt þegar Pamela kvartað harkalega, að eigin sögn.
„Það er mikilvægt að halda fókus, en sumir misskilja hvað er mest mikilvægt,“ skrifar Pamela en rútan var troðfull af farþegum.
Airport Direct er annað af tveimur rútufyrirtækjum sem er með samning við Isavia um aðstöðu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er í eigu Hópbíla hf.