Á Spáni er hægt að gera sér dagamun og fara á kaffihús og kaupa Café latte og tertu fyrir tvo á aðeins 870 krónur. Hér heima kostar Café latte og terta fyrir tvo á kaffihúsinu Kaffitári 3.040 krónur. Verðmunurinn er 290%.
Ávaxta- og grænmetissafi sem kostar 129 krónur á Spáni kostar 359 krónur í almennri kjörbúð hér á landi. 350 g af grískri jógúrt kosta 386 krónur hér á Íslandi á meðan verðmiðinn er töluvert lægri á Spáni; 109 krónur.
Mannlíf gerði verðkönnun á milli kjörbúða á Alicante á Spáni og á Íslandi í apríl síðastliðnum. Niðurstöðurnar voru sláandi.
Blaðamaður ræddi við Íslendinga á Spáni sem sögðust aldrei flytja aftur heim, þar sem lífsbaráttan væri miklu léttari þar.
Lesið meira í nýjasta tímariti Mannlífs.