Ný heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi er komin út. Í myndinni er rætt við fjölda fólks sem tengist dýravelferð á einn eða annan hátt, bæði hér á landi og erlendis. Þá er því haldið fram í myndinni að blóðhryssurnar sæti illri meðferð en fimm lítrar að blóði eru teknar af hverri meri, allt að átta sinnum í röð. Þá er Ísteka sérstaklega tekið fyrir í myndinni sem stærsti eigandi hrossa á landinu.
Þýsk/svissnesku dýraverndarsamtökin TSB Tierschutzbund Zurich (TSB) og The Animal Welfare Foundation (AWF) hafa nú sent frá sér nýja heimildarmynd um blóðmerahald á Íslandi en fyrri myndin frá þeim um sama málefni, vakti gríðarleg viðbrögð hér á landi og kröfðust margir að blóðmerahald yrði banna hér á landi. Mannlíf var fyrst með fréttirnar af málinu árið 2021.
Nýja heimildamyndin heitir Iceland – The Hidden Blood Business eða Ísland – Hinn huldi blóðbisness. Þar má sjá viðtöl við dýralækna, dýraverndunarfólk, sérfræðinga um dýravelferð og fleiri en hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni. Enn neðar má svo sjá heimildarmyndina í heild sinni.
Hér er myndin í heild sinni: