Kostnaður Reykvíkinga við að leigja og lifa er miklu hærri en gerist í öðrum höfuðborgum Norðurlandanna. Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur og kennari við Háskólann í Reykjavík birti samanburð á leigu og kaupmætti í Reykjavík og svo í höfuðborgum Norðurlandanna á Facebook og er óhætt að segja að niðurstaðan sé sláandi.
Færsla Þórðar Víkings hefur vakið mikla athygli en þegar þessi frétt er skrifuð hefur henni verið deilt á fjórða tug á Facebook. Kennarinn notaðist við tölfræðiupplýsingar af vefsíðunni numbeo.com, þar sem hægt er að sjá ýmsa tölfræði um heiminn og kostnaðinn sem fylgir því að búa í mismunandi löndum og borgum. Þórður Víkingur ber saman leiguverð og kaupmátt í Reykjavík við það sama í höfuðborgum Norðurlandanna. Niðurstaðan er ekki Reykvíkingum í hag. Spyr kennarinn í færslunni: „Ég spyr, er ekki stóra verkefni stjórnmálanna að lækka kostnaðinn við að vera Íslendingur?“
Hér má sjá færslu Þórðar Víkings í heild sinni:
„Það er ekki alveg úr lausu lofti gripið þegar að stjórnmálamennirnir segja okkur að við Íslendingar höfum það gott. Þó skiptir máli við hvað er miðað. Á numbeo.com kemur t.d. eftirfarandi fram: