Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sláandi verðmunur á pítsum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við elskum öll pítsu. Íslendingar eru pítsuóð þjóð. Það sást greinilega þegar fjórði hver einstaklingur á landinu pantaði pítsu á 30 ára afmæli Dominos á Íslandi. Við búum svo vel við að það eru margir pítsastaðir á landinu sem bjóða upp á gæðapítsur. Hins vegar hefur verð á pítsum hækkað mikið á undanförnum árum og margir vilja meina að það sé erfitt að fá góða og ódýra pítsu án þess að nýta sér einhverskonar tilboð. Mannlíf fór á stjá til að reyna finna ódýra pítsu.

Reglurnar voru einfaldar. Pítsan þarf vera 8 til 10 tommur á stærð og þarf að vera með osti og pepperoni. Allir helstu pítsastaðir landsins voru kannaðir. Á sumum stöðum var ekki hægt að fá pítsu af þessari stærð og fá þeir staðir skammir fyrir. Allar upplýsingar um verð og stærðir voru fegnar með því að skoða heimasíður, Facebook-síður og í einhverjum tilfellum var hringt á staðina.

Satt best að segja þá kemur þessi gríðarlega verðmunur á óvart. Það er næstum því tvöfaldur verðmunur á Glósteini, sem er með lægsta verðið, og Hofland Eatery, sem er með dýrustu pítsuna. Það sem kemur samt líklega mest á óvart er að Dominos og Pizzan, sem eru stærstu staðirnir, eiga ekki roð í minni staði á borð við Glóstein og Talays Pizza þrátt fyrir að þeir fyrrnefndu fái væntanlega betri kjör á hráefnum frá seljendum.

Verðkönnun gerð í september 2023

Eftirfarandi staðir buðu ekki upp á pítsur sem féll undir kröfur okkar í verðsamanburði:

XO, Flatey, Sbarro, Felino, Shake and Pizza, Ölverk, Devitos, Olifa La Madre Pizza og Pizzasmiðjan.

Þessi grein birtist fyrst í nýjasta tölublaði Mannlífs

- Auglýsing -

Uppfært:

Hofland Eatery hafði samband við koma því á framfæri að pítsan kostaði 2040 krónur. Mannlíf vill taka fram að til athuga verðið var sérstaklegt hringt á Hofland Eatery og var sagt pítsan kostaði 2340 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -