Sunnudagur 12. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Slagsmál brutust út eftir að vandræðagemlingi var vísað út af skemmtistað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti frekar rólega nótt samkvæmt dagbók hennar. Á tímabilinu frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun voru 57 mál bókuð hjá lögreglunni en tveir gista í fangageymslu lögreglunnar. Hér koma nokkur dæmi.

Ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig án gildra ökuréttinda. Var honum sleppt eftir hefðbundið ferli.

Tilkynning barst vegna líkamsárásar en gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en málið er í rannsókn.

Í miðbæ Reykjavíkur var aðili sem hafði verið með ógnandi tilburði, handtekinn. Var hann fluttur á lögreglustöð og skýrsla rituð um málið.

Þá var lögreglan kölluð til eftir að slagsmál braust út utan við skemmtistað en þar hafði einstaklingi verið vísað út vegna óláta. Maðurinn tók á rás þegar lögreglan mætti á staðinn en var eltur uppi og handtekinn. 

Lögreglan sem annast Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes var kölluð til eftir að rúða hafði verið brotin í heimahúsi. Er nú málið í rannsókn.

 Að lokum var lögreglan sem annast Kópavog og Breiðholt kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Var málið leyst með skýrslatöku á vettvangi.

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -