Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Hálf naktir slagsmálahundar í Kópavogi reyndust vera hnefaleikakappar að æfa sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð furðuleg tilkynning rétt eftir miðnætti í nótt. Hringjandinn sagði nokkra menn vera að slást utandyra í Kórahverfinu í Kópavogi og það berir að ofan með boxhanska. Þegar lögreglu bar að reyndust þetta vera upprennandi hnefaleikakappar að æfa sig. Var þeim kurteisislega bent á að þetta væri mögulega ekki besti tíminn til slíkra æfinga. Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.

Þar segir einnig að tíu ökumenn hafi verið sektaðir fyrir að aka á göngugötu á Austurstræti en frá 1. júlí til 1. október er Austurstræti frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi göngugata. Þá er aukreitis Veltusund og Vallarstræti vestan Veltusunds göngugata en það var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar 19. júní.

„Lög­regla vill því að gefnu til­efni minna á að akst­ur á göngu­göt­um er eðli máls­ins sam­kvæmt með öllu óheim­ill nema und­anþágur séu í gildi svo til vegna vöru­los­ana eða að ökumaður sé hand­hafi stæðiskorts hreyfi­hamlaðra,“ seg­ir í dag­bók­inni.

Að öðru leiti var nóttin nokkuð róleg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -