Mánudagur 28. október, 2024
8.4 C
Reykjavik

Slógust með hníf og sög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir voru handteknir þar sem þeir slógust með hníf og sög í miðborginni. Ekki var hægt að skera úr um hvað þeim gekk til þannig að þeir voru vistaðir vegna málsins.

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað á hárgreiðslustofu þar sem nokkuð af hársnyrtivörum hafði verið tekið en eigandinn mun hafa geymt önnur verðmæti í tryggri hirslu. Ekki er vitað hvort hendur hafi verið hafðar í hári þjófanna en málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um þjófnað í verslun í miðborginni þar sem aðili hafði stolið töluverðu magni af kjötvöru. Aðilinn reyndist viðskotaillur og hreytti fúkyrðum í lögreglumenn. Málið var leyst á vettvangi.

Í miðborginni var tilkynnt um par sem var að taka í hurðahúna. Bæði voru í annarlegu ástandi og sögðust vera að reyna að komast heim til sín þegar lögregla hafði afskipti af þeim en þeim var í kjölfarið ekið á réttan stað.

Maður í Garðabæ slasaðist töluvert á fæti þegar hann datt aftur fyrir sig við að lyfta hljólbörum. Viðkomandi var fluttur á bráðamóttöku.

Ungum ökumanni var veitt tiltal þegar hann ók gegn umferð til að komast hjá umferðaröngþveiti. Ökumanninum var sleppt en hann viðurkenndi mistök sín og lofaði að læra af reynslunni.

- Auglýsing -

Rúða var brotin í verslun í hverfi 109. Ekki er vitað hver framdi verknaðinn og málið er í rannsókn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -