Laugardagur 26. október, 2024
3.4 C
Reykjavik

Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af íbúum í iðnaðarhúsnæði: „Þess vegna fór sem fór“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það stóð til að fara í úttek á húsinu í Hafnarfirði sem brann á sunnudag.

Á sunnudaginn var kviknaði í húsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði en sem betur fer slasaðist enginn. 13 manns voru í húsinu þegar kviknaði í því. Starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því að húsið hefði átt að fara í úttek seinna á árinu.

„Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ sagði Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

„Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ sagði Birgir um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -