Mosfellsbær gerir kröfu á eiganda hrossanna í Mosfellsdal, um að lagfæra rafmagnsgirðingu sem í ólagi og skapar þannig mikla slysahættu fyrir akandi vegfarendur.
Mannlíf sagði frá því í gær að áhyggjufullur borgari, Hrafnhildur P. Þorsteins, hefði haft samband við miðilinn þar sem hún lýsti áhyggjum sínum yfir lélegri girðingu við haga þar sem ellefu hross dvelja, í Mosfellsdal. Rafmagnsgirðing sem heldur hestunum í haganum og frá Þingvallavegi sem er skammt frá haganum, liggur á kafla niðri og er án rafmagns.
Sjá einnig: Bendir á stórhættulega slysahættu nærri Þingvallavegi: „Þetta er grafalvarlegt mál“
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar sendi Mannlífi póst í hádeginu þar sem hún sagði að bæði starfsfólk Mosfellsbæjar og fulltúi hestamannafélagsins Harðar, hefðu farið á staðinn í morgun og komist að þeirri niðurstöðu að girðing sé í ágætu ásigkomulagi en að hún þarfnist þó viðgerðar á sirka 100 metra kafla. Svarið má lesa hér:
„Starfsfólk Mosfellsbæjar og fulltrúi hestamannafélagsins Harðar fór á staðinn í morgun til að skoða aðstæður. Að þeirra sögn virðist vera nóg beit og hross í góðu standi.
Girðingin er í ágætu ásigkomulagi en þarfnast viðgerðar á c.a 100 metra kafla.
Mosfellsbær mun gera kröfu á eiganda hrossanna að lagfæra þennan kafla á girðingunni sem er í ólagi ásamt því að mælast til þess að settur verði straumur á hana.“