Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

„„Slysaskotin í Palestínu“ halda áfram“ – Leyniskytta ísraelska hersins myrti 16 ára stúlku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður skrifaði sterka færslu á Facebook í morgun. Umfjöllunarefnið er morð ísraelskrar leyniskyttu á 16 ára stúlku.

Í færslu sinni segir Illugi frá hinni 16 ára palestínsku Jönu Zakarneh sem drepin var í nótt af ísraelska hernum þar sem hún stóð uppi á þaki heima hjá sér. Segir hann að ofbeldinu þurfi að mótmæla og vonar að Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra frétti af morðinu.

„Þetta er Jana Zakarneh frá bænum Jenín í Palestínu. Hún var drepin í nótt af leyniskyttum ísraelska hersins þar sem hún stóð uppi á þaki heima hjá sér. Hún var 16 ára. „Slysaskotin í Palestínu“ halda áfram. Það þarf að mótmæla þessu ofbeldi og það svo skorinort að eftir verði tekið. Því miður er hægur vandi að finna dæmi um ofbeldisverk af hendi Palestínumanna. En það vita samt allir hve ástæðan fyrir hryllingnum er: Ofbeldi og kúgun og niðurlægingar Ísraela gegn Palestínumönnum sem þeir síðarnefndu þurfa að þola í eigin landi. Vonandi fer Þórdís Kolbrún brátt að frétta af þessu.“

Blessuð sé minning Jönu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -