Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður skrifaði sterka færslu á Facebook í morgun. Umfjöllunarefnið er morð ísraelskrar leyniskyttu á 16 ára stúlku.
Í færslu sinni segir Illugi frá hinni 16 ára palestínsku Jönu Zakarneh sem drepin var í nótt af ísraelska hernum þar sem hún stóð uppi á þaki heima hjá sér. Segir hann að ofbeldinu þurfi að mótmæla og vonar að Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra frétti af morðinu.
„Þetta er Jana Zakarneh frá bænum Jenín í Palestínu. Hún var drepin í nótt af leyniskyttum ísraelska hersins þar sem hún stóð uppi á þaki heima hjá sér. Hún var 16 ára. „Slysaskotin í Palestínu“ halda áfram. Það þarf að mótmæla þessu ofbeldi og það svo skorinort að eftir verði tekið. Því miður er hægur vandi að finna dæmi um ofbeldisverk af hendi Palestínumanna. En það vita samt allir hve ástæðan fyrir hryllingnum er: Ofbeldi og kúgun og niðurlægingar Ísraela gegn Palestínumönnum sem þeir síðarnefndu þurfa að þola í eigin landi. Vonandi fer Þórdís Kolbrún brátt að frétta af þessu.“