Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Smákökudeig Evu Laufeyjar innkallað: „Er hægt að gráta yfir kökudeigi? Svarið er já“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katla hefur gefið út sölustöðvun og innköllun af markaði á smákökudeigi sem fyrirtækið framleiddi í samstarfi við Evu Laufey Hermannsdóttur, markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaupa. Tvær tegundir af kökudeigi hennar hefur notið mikilla vinsælda og seldist upp hjá Kötlu, alls 25 þúsund deig. Eva Laufey segist miður sín vegna málsins.

Sjá einnig: Eva Laufey miður sín yfir smákökudeiginu: „Aldrei myndi ég vilja koma ólykt inn á heimilin ykkar!“

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá baðst Eva Laufey  velvirðingar á gölluðu súkkulaðibitakökudeigi sem virðist vera í umferð. Það hefur hún gert í fjölmennu samfélagi matgæðinga á Facebook, Matartips!.

„Ég er gjörsamlega miður mín yfir þessu. Þetta eru semsagt súkkulaðibitakökurnar og því miður hafa komið upp nokkur tilfelli. Aldrei á ævi minni myndi ég vilja koma ólykt inn á heimilin ykkar eða bjóða upp á ónýtar kökur eða deig. Þetta er grautfúlt!,“ segir Eva Laufey og heldur áfram:

„Er hægt að gráta yfir kökudeigi? Svarið er já Nú ætla ég hins vegar að hætta því og áfram gakk. Stutt í jólin, allir á fullu og ég vona að þið hafið það öll gott.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -