Smári McCarthy dregur saman helstu umræðuefni samfélagsmiðlanna síðustu daga og vikur í nýlegri færslu.
Hinn fyrrum þingmaður Pírata, Smári McCarthy hefur verið erlendis undanfarið á ferðalögum en segir að eftir stutt innlit á samfélags- og fjölmiðla, sjái hann hverju hann hefur misst af. Telur hann upp það helsta, þar á meðal um það sem hann kallar „Ofstækisfullt upphlaup furðumargs fólks að frumkvæði og undir leiðsögn þekkts nýnasista og hans gervigrasrótarsamtaka gegn því að börnum sé kennt að tilfinningar og vellíðan séu í lagi en að misnotkun sé það ekki.“ Þá nefndi hann áframhaldandi fréttir af „valdamisnotkun að hálfu Sjálfstæðisflokksins, sem enginn kippir sér upp við.“ Að lokum gantast Smári er hann segir: „Ég kem heim eftir nokkra daga. Get ég óskað eftir því að amk eitthvað af þessu verði komið í lag áður en ég lendi?“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Ég er búinn að vera á ferðalagi erlendis og fylgjast lítið með Íslandi. En stutt innlit á samfélags- og fjölmiðla sýnir: