Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Smitaðist af apabólunni á Íslandi – Áhyggjuefni segir Þórólfur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður á miðjum aldri greindist með apabólu í gær. Þar með hefur fjórða smitið greinst hér á landi, en sóttvarnalæknir segir að líklega sé um innanlandssmit að ræða, sem sé áhyggjuefni. Þetta kemur fram hjá RÚV.

„Þetta eru svipuð einkenni og hjá hinum þremur, fyrst og fremst húðeinkenni og fólk er ekkert veikt með þessu,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í samtali við RÚV.

Maðurinn sem um ræðir er í einangrun á heimili sínu.

Þórólfur segir smitrakningu vera í ferli en að allar líkur séu á að um innanlandssmit sé að ræða. Hann segir það áhyggjuefni ef mikið fari að vera um slík smit.

Rúmlega þrjú þúsund einstaklingar hafa greinst með apabólu í Evrópu og hefur smitum í álfunni fjölgað að undanförnu.

Á sama tíma og apabóla virðist farin að smitast innanlands hefur Covid-smitum farið fjölgandi í samfélaginu undanfarið. Í fyrradag greindust til að mynda 420 einstaklingar með sjúkdóminn. Nýlega hefur verið fjallað um nýtt afbrigði sem sagt er skæðara en þau sem á undan hafa komið. Þórólfur segir þó að of snemmt sé að hafa sérstakar áhyggjur af því, enda sé sóttvarnastofnun Evrópu ekki búin að gefa neitt út hvað það varðar. Hann segir að oft komi upp áhyggjur af einstaka afbrigðum, en að það þurfi að bíða og sjá hvernig sjúkdóm sé um að ræða, tilraunir séu gerðar á rannsóknarstofum og þá fáist tilfinning fyrir hegðun hinna nýju afbrigða.

- Auglýsing -

„Þannig að ég held það sé of snemmt að koma með einhverja slæma spá það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Þórólfur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -